top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Sjókvíaeldi



Sjókvíaeldi og laxveiði. Þessum atvinnugreinum er oft stillt upp sem andstæðum pólum. Á bak við þessar atvinnugreinar eru fjölskyldur, samfélög og fyrirtæki sem reiða sig á afkomu þeirra. Sjókvíaeldi hefur vaxið með miklum hraða hér á landi síðustu ár sem hefur vakið áhyggjur þeirra sem hafa tekjur sínar af laxveiði. Áhyggjurnar snúa að mestu leyti að möguleikum á erfðablöndun villtra laxa og strokufiska. Þegar kom að skipulagningu sjókvíaeldissvæða var ákveðið að friða tilgreind svæði á landinu fyrir sjókvíaeldi með það að markmiði að minnka líkurnar á því að strokulaxar kæmust í laxveiðiárnar. Staðreyndin er sú að það má alltaf gera ráð fyrir því að áföll verði og það munu alltaf einhverjir laxar sleppa úr sjókvíum. En fyrir nokkrum dögum fannst gat á nótarpoka í sjókví í Patreksfirði. Þegar gatið uppgötvaðist kom í ljós að 3.500 fiska vantaði í kvína. Síðustu daga hafa verið að veiðast laxar í laxveiðiám á stóru svæði — á friðuðu svæði. Sá fjöldi fiska sem hafa verið sendir í greiningu til að kanna hvort þeir séu eldisfiskar er kominn á annað hundrað. Til landsins eru komnir kafarar sem fara í ár, leita að laxinum og skjóta með skutulbyssu, sem hljómar smá eins og léleg hasarmynd. Sjókvíaeldisfyrirtækið segist ætla að bæta verkferla til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig en við verðum að tryggja öruggara eftirlit og viðbrögð við slysasleppingu svo að svona ástand endurtaki sig ekki. Trúverðugleiki og framtíð beggja atvinnugreina er í húfi. Því hef ég óskað eftir sérstakri umræðu við hæstv. matvælaráðherra um slysasleppingar í sjókvíaeldi því að það er mikilvægt að við tökum umræðuna hér í þessum sal.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comments


bottom of page