top of page
Search

Takk fyrir mig

  • Writer: Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
    Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
  • Dec 1, 2024
  • 1 min read

ree

Það hefur verið mikill heiður að sitja á Alþingi. Þetta var ótrúleg lífsreynsla og eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.



Þingmennskunni fylgja ýmsar áskoranir. Hún er mjög gefandi og gefur manni tækifæri til þess að kynnast málefnum og fólki sem maður hefði annars ekki haft tækifæri til þess að kynnast. Ég fann fljótlega fyrir því að það er nauðsynlegt að verða sérfræðingur á mjög skömmum tíma í ótrúlega fjölbreyttum málaflokkum. Á sama tíma er þingmennskan tímafrek, gagnrýnin, ófjölskylduvæn, síbreytileg og með mörgum hindrunum.



Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig síðustu mánuði og ár innilega fyrir. Ég vil líka þakka þingflokki og starfsmönnum Framsóknar, sem og öðru samstarfsfólki á þingi fyrir ótrúlega skemmtileg og viðburðarík þrjú ár.



Sérstaklega vil ég þakka fjölskyldu minni og vinum fyrir, enda hafa þau oft sett sín plön til hliðar til þess að aðstoða mig. Þar hefur elsku Óli minn verið fremstur í flokki og það er alveg ljóst að ég hefði ekki getað gert neitt af þessu án hans.



Ég óska þeim þingmönnum sem hlutu kjör innilega til hamingju.



Takk fyrir mig! Núna ætla ég að gefa fjölskyldunni allan minn tíma og njóta aðventunnar


 
 
 

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page