top of page
Search

Framboð til ritara

  • Writer: Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
    Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
  • 4 days ago
  • 1 min read

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í ritara Framsóknar.


Það skiptir miklu máli að Framsókn sé leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og ég brenn fyrir þeim málefnum sem Framsókn hefur lagt áherslu á síðustu ár: fjölskylduna, húsnæðisöryggi, sterkari byggðir og öflugt atvinnulíf. 


Það eru mikil tækifæri í síbreytilegu umhverfi stjórnmálanna en þá er nauðsynlegt að þau sem sitja í forystu stjórnmálaflokka séu tilbúin til þess að leiða breytingar í samfélaginu og styðja vel við innra starf flokksins. 


Ég hef mjög mikla reynslu af því að taka þátt í innra starfi Framsóknar sem og að vera í forystusveitinni. Ég leiddi ungliðahreyfinguna á árunum 2018-2021 og var mikil nýliðun á þeim tíma. Ég hef meðal annars gengt formennsku í félögum, var alþingismaður og hef setið í framkvæmdastjórn og landsstjórn Framsóknar. Núna leiði ég málefnastarf flokksins og trúi því innilega að þörfin fyrir skynsemi og samvinnuhugsjón Framsóknar muni aukast á næstu mánuðum og árum en það þarf einnig að vera skýrt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hver afstaða Framsóknar er í stórum málum og mikilvægt að lagðar verði fram nýjar og vel útfærðar tillögur til að bæta samfélagið enn meir.


Kosið verður um nýjan ritara næstu helgi á miðstjórnarfundi Framsóknar.


Ég vona að mínir kæru flokksfélagar veiti mér það traust að leiða innra starf flokksins og verði ég þess heiðurs aðnjótandi að verða ritari mun ég leggja mig alla fram við að styrkja stöðu Framsóknar.

ree

 
 
 

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page