Heiðursverðlaun LUF
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
- Dec 5, 2024
- 1 min read
Updated: 2 days ago

Á Skörungnum 2024 hlaut ég heiðursverðlaun LUF.
Mér þykir afskaplega vænt um þá viðurkenningu en félagar mínir í SUF tilnefndu mig og sendu þennan texta með:
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrir störf sín í þágu Sambands ungra framsóknarmanna. Lilja Rannveig var formaður Sambands ungra Framsóknarmanna á árunum 2018-2021, og stjórnarmaður þar áður og hefur setið í varastjórn frá 2021-2024. Í sínu starfi innan SUF kom hún að því að móta öflugt ungliðastarf auk þess sem hún stuðlaði að öruggu og aðgengilegu umhverfi fyrir ungt fólk til að taka sín fyrstu skref í ungliðahreyfingu. Árið 2021 var hún kjörin á Alþingi og var yngsti kjörni þingmaður þess þings. Í starfi sínu sem þingmaður hefur hún lagt áherslu á málefni ungs fólks, þar á meðal má nefna baráttu fyrir stofnun heimavistar á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanema, gjaldfrjálsar getnaðarvarnir fyrir einstaklinga yngri en 25 ára, og loks því grundvallar baráttumáli að við 18 ára aldur
fái einstaklingur öll þau réttindi sem að fullorðin einstaklingur jafnan hefur. Má þar nefna rétt til að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins. Svo við vitnum í Lilju Rannveigu sjálfa: “Aldur er ekki hæfniviðmið”. SUF tilnefndi hana til heiðursverðlauna LUF sem þakkarvott fyrir óeigingjarnt starf yfir langan tíma sem þau telja að sé þó ekki á enda, Lilja mun alltaf berjast fyrir því að hlustað sé á rödd ungmenna.