top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Mælaborð farsældar barna



Sá merki atburður átti sér stað í gær að mælaborð farsældar barna, nýtt verkfæri við innleiðingu farsældarlaganna og gagnadrifinnar stefnumótunar um hag barna, var opnað. Þetta mælaborð hefur verið í vinnslu frá samþykktum löggjafar um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna frá árinu 2019 og sinnir mikilvægu hlutverki til framtíðar hvað varðar söfnun haldbærra gagna á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Það gefur betri yfirsýn yfir stöðu farsældar barna í hvívetna og nýtingu gagna til að vinna að frekari farsæld barna hér á landi.

Mælaborðið byggir á fimm grunnstoðum farsældar sem eru helstu forsendur þess að börn vaxi og dafni með eðlilegum hætti í nútíð og framtíð. Grunnstoðirnar eru menntun, heilsa og vellíðan og öryggi og vernd, lífsgæði og félagsleg staða, þátttaka og félagsleg tengsl. Verkfæri þetta getur reynst vera eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Við getum nýtt mælaborðið við að halda áfram stærstu og mikilvægustu kerfisbreytingum sem gerðar hafa verið hér á landi í málaflokki barna undanfarinn áratug — áratugi. Tölfræðigögnin nýtast einnig í þeim tilgangi að koma snemma auga á mögulega hnúta í kerfinu sem leysa þarf úr, greina viðkvæma hópa sem grípa þarf og ná yfirsýn yfir samfélagsáskoranir bæði í nútíð og framtíð.

Hæstv. forseti. Ég fagna tilkomu mælaborðs farsældar barna. Sú frábæra vinna sem hefur verið unnin í þágu barna hér á landi undir forystu hæstv. mennta- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar er hvergi nærri búin en búið er að leggja sterkan grunn til framtíðar í þágu barna og ungmenna hér á landi. Verkefnin hafa hlotið mikla athygli hér á landi sem og erlendis en fjöldi erlendra ríkja hefur áhuga á þessum verkefnum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

header.all-comments


bottom of page