top of page
Ættartréð (1).png
Ættartré: Image

ÆTTIN MÍN

Ég er dóttir Kristínar Kristjánsdóttur og Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar. Þau eru búsett í Bakkakoti í Borgarbyggð þar sem þau eru með sauðfjárbú. Bróðir minn er Kristján Franklín Sigurgeirsson. 


Systur mömmu eru Hanna Júlía, María Hrönn og Guðný.

Bræður pabba eru Jóhann, Sigurður Örn og Gauti.

Móðuramma mín er Katrín Hjartar Júlíusdóttir. Hún er frá Vestmannaeyjum og var lengi búsett í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jóhanna Hjartardóttir og Júlíus Kristjánsson.

Móðurafi minn er Kristján Franklín Axelsson. Hann var bóndi í Bakkakoti í Borgarbyggð. Foreldrar hans voru Axel Adolf Ólafsson og Kristín Kristjánsdóttir. Þau voru bændur í Bakkakoti en fluttu í Borgarnes á efri árum. 

Föðuramma mín var Fríður Sigurðardóttir. Hún var frá Vatni í Haukadal í Dölum en flutti til Reykjavíkur. Foreldrar hennar voru Sveinbjörg Kristjánsdóttir og Sigurður Jörundsson, bændur á Vatni í Haukadal. 

Föðurafi minn er Sigurgeir Jens Jóhannsson. Hann er frá Ljósalandi í Lýtingsstaðahrepp í Skagafirði. Hann flutti til Reykjavíkur og seinna til Kópavogs. Foreldrar hans voru Jóhann Hjálmarsson og María Benediktsdóttir. Þau voru bændur á Mælifellsá, Brekkukoti og Ljósalandi í Skagafirði en fluttu síðar til höfuðborgarsvæðisins. 

Ættartré: Text
bottom of page