top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Vegir í norðvesturkjördæmi



Nú er mikið rigningarsumar að baki, ef sumar má kalla. Það kom þó ekki í veg fyrir að landsmenn settust undir stýri og keyrðu um landið. Eins og margir landsmenn tóku eftir er staða vegakerfisins þannig að þó að vegir séu á mörgum stöðum mjög góðir þá er augljóst að þeir eru ekki gerðir fyrir þá þungu umferð, þann fjölda bíla eða þá atvinnuvegi sem þeir bera í dag. Við búum svo vel að því að hafa samgönguáætlun þar sem forgangsröðun þingsins kemur fram hvað varðar framkvæmdir í vegamálum. Samgönguáætlun var lögð fram hér á síðasta löggjafarþingi. Hún kláraðist því miður ekki og við sjáum að það hefur skapað ýmiss konar vandamál. Það er ljóst að fyrri samgönguáætlun á að vera enn í gildi.

En varðandi þessi mál vil ég nefna sérstaklega stöðuna í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi. Framkvæmdir á Vestfjörðum eru núna stopp. Malarvegir eru flestir á Vesturlandi og Norðvesturlandi og sumir vegir sem hafa bundið slitlag bera einfaldlega ekki þá umferð sem á þeim er og þeim var breytt í malarvegi aftur. Þetta gerðist í sumar í Dalabyggð og hefur nú að mestu verið lagfært. En það er ljóst að þetta getur gerst aftur. Það er ljóst að uppbygging vega í Norðvesturkjördæmi er nauðsynleg og það þarf að gæta að því að það svæði verði ekki undir í samgönguáætlun sem á að koma fram hér í haust. Vegir eru lífæðar samfélaga og þess vegna þarf fólk að geta treyst á það að viðhald og uppbygging þeirra séu á áætlun og að áætlanir standist. (HSK: Heyr, heyr.)

Næsta ræða


1 view0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comments


bottom of page