top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Uppbygging vega í Norðvesturkjördæmi



Nú síðustu daga höfum við þingmenn Framsóknar í Norðvesturkjördæmi verið mjög mikið á ferðinni í kjördæminu og það er ljóst að tækifæri þar til uppbyggingar eru fjölmörg. En það er líka ljóst að það eru margar áskoranir. Við höfum haldið opna fundi þar sem hefur verið rætt um ýmis atvinnutækifæri í landbúnaði, á sjó, nýsköpun, iðnaði og í opinberum störfum. En eitt af því sem hefur einkennt nær alla fundi sem við höfum setið er umræða um samgöngumál. Í fyrradag var ég við opnun á nýjum Þverárfjallsvegi, nýjum kafla á Skagastrandarvegi og nýrri tvíbreiðri brú yfir Laxá í Refasveit. Heildarvegalengd nýrra vega og brúar þar er um 12 km. Í síðustu viku var ég við formlega opnun á Þorskafjarðarbrú sem styttir Vestfjarðaveg um tæpa 10 km. Þessu ber að fagna því að hver einasta samgöngubót skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélögin í kring. Það skiptir nefnilega mjög miklu máli að samgöngur séu öruggar og þessir áfangar eru til þess að bæta öryggi. En á meðan við fögnum öll þessum áföngum er það ljóst að þeir eru bara bitar í stóru púsli samgöngukerfisins. Þegar við þingmenn erum á ferðinni heyrum við fljótlega á öllum fundum að samgöngumál brenna á fólki því að við vitum öll hversu miklu máli það skiptir að samgöngur í kringum okkur séu í lagi. Jarðgöng, vetrarþjónusta, sjúkraflug, ferjur og viðhald á vegum — þetta eru allt mjög mikilvægir hlutir fyrir samfélagið og það er mikilvægt að halda því á lofti, sérstaklega þegar samgönguáætlun er hér í umræðu í nefndum þingsins. Samgöngur skipta okkur nefnilega öll máli og vegirnir eru lífæð samfélaganna

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comments


bottom of page