top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Staða leikskólamála



Hæstv. forseti. Leikskólar veita samfélaginu mikilvæga grunnþjónustu og eru orðnir stór hluti af lífi barna og fjölskyldna þrátt fyrir að vera ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga. Sjálf hef ég tekið mikinn þátt í mótun og starfi leikskóla sem starfsmaður, foreldri og kjörinn fulltrúi. Ég hef fylgst með og tekið á móti mjög ungum börnum á leikskóla. Börn eru yndisleg og jafn ólík og þau eru mörg en þau koma oft mjög ung inn á leikskóla. Á sama tíma reynist það sveitarfélögum mjög erfitt að taka á móti svo ungum börnum enda þurfa þau yngstu mun meiri umönnun sem er erfitt fyrir suma leikskóla þar sem mönnun gengur erfiðlega. Það virðist einnig vera mun dýrara fyrir samfélagið að setja börn snemma á leikskóla en að bjóða upp á lengra fæðingarorlof.

Forseti. Ríkið tók stór skref fyrir barnafjölskyldur þegar fæðingarorlof var lengt úr níu mánuðum í tólf á síðasta kjörtímabili. Ég velti því fyrir mér hvort möguleiki á lengra fæðingarorlofi myndi ekki koma til móts við mörg þeirra vandamála sem við erum að kljást við. Það gæti brúað bilið sem hefur myndast í sumum sveitarfélögum þar sem börn komast ekki að á leikskóla að fæðingarorlofi loknu og gæti styrkt tengslamyndun foreldra og barna. Við höfum séð þörfina á sumum stöðum fyrir aukinn stuðning við barnafjölskyldur. Með þessu myndu möguleikar aukast á að halda áfram að byggja upp faglegt starf í leikskólum landsins með minnkandi álagi, því að vinnuumhverfi leikskólakennara er fjölbreytt og það er mikilvægt að gætt sé að andlegu og líkamlegu álagi kennara sem taka þátt í uppeldi barnanna okkar á hverjum degi. Það þarf líka að gæta að samspili barnafjölskyldna, skóla og vinnumarkaðarins því að þetta spilar allt saman.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comments


bottom of page