top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Lambakjöt og upprunamerkingar



Hæstv. ráðherra. Nú höfum við fengið þær fréttir að lambakjöt hafi orðið fyrsta íslenska landbúnaðarafurðin til að hljóta upprunavottun Evrópusambandsins. Íslenskt lambakjöt er nú viðurkennd gæðaafurð á borð við fetaost og kampavín og þetta eru frábærar fréttir. Þetta er niðurstaða margra ára vinnu. Vottuninni er ætlað að auka virði afurða af þessu tagi og stuðla að neytendavernd. Því ber að fagna. Í þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu sem lögð var fyrir þingið í vikunni kemur fram, með leyfi forseta:

„Sérstaklega verði hugað að leiðum til að auðvelda neytendum að velja vörur eftir eigin gildum og afstöðu til landbúnaðarframleiðslu, m.a. með bættum upplýsingum um uppruna, innihald og kolefnisspor landbúnaðarafurða.“

Því má segja að þessi vika hafi verið sérstaklega jákvæð fyrir okkur sem höfum lengi talað fyrir betri upprunamerkingu. Þetta á þó einungis við um íslenskar landbúnaðarvörur. Staðan er sú að hingað eru flutt inn mörg þúsund tonn af erlendum matvælum á ári hverju með misjafnlega skýrum upprunamerkingum og mér er mjög minnisstætt þegar ég stóð í matvöruverslun fyrir einhverjum árum, greip kaffi úr hillunni og leit aftan á pokann og þar stóð: Uppruni ekki úr ESB. Ég gat nokkurn veginn sagt mér að það er ekki mikið framleitt af kaffi í ESB en vanvirðingin gagnvart neytendum með svona upprunamerkingu er alger. Neytendur eiga að geta tekið upplýsta ákvörðun um matvörukaup án óskýrra upplýsinga. Sérstaklega á það nú að vera ljóst hvar matvaran sé raunverulega framleidd. Þau skref sem við erum að taka hér á landi eru til fyrirmyndar. Þó eigum við enn langt í land með fullkomnar upprunamerkingar. Neytendur eiga skilið að vita hvað þeir eru að kaupa og við erum öll neytendur.

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comments


bottom of page