top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Kvíabryggja



Ég þakka hæstv. dómsmálaráðherra fyrir kynningu á sínum málaflokki í fjármálaáætlun. Ég ætla hér að spyrja út í fangelsismálin. Þau hafa verið mikið til umræðu síðastliðin ár og í fjármálaáætlun er talað um nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns. Ég fagna því enda er það ljóst að aðstæður á Litla-Hrauni eru ekki eins og best verður á kosið og það er nauðsynlegt að fara í breytingar til að bæta aðstöðu fanga, gesta og þeirra sérfræðinga sem veita nauðsynlega sérfræðiþjónustu innan fangelsisins. Á Snæfellsnesi er fangelsi sem þarfnast líka nauðsynlegra úrbóta. Í opna fangelsinu á Kvíabryggju er mikil áhersla lögð á betrunarvist og áhersla er lögð á að fangar, eða vistmenn eins og þeir eru kallaðir þar, fari aftur út í lífið sem betri menn. Þar vinna starfsmenn aðdáunarverða vinnu en þar mættu aðstæður vera betri. Vinnuaðstaða starfsmanna, þar sem lyf, tölvur og skjöl eru geymd og starfsmenn og sérfræðingar funda, er rétt rúmlega 7 m². Á Kvíabryggju þarf nauðsynlega að bæta starfsmannaaðstöðuna, aðgengi fatlaðra, setustofur, þvottahús og aðstöðu fyrir sérfræðiþjónustu. Það hafa borist athugasemdir frá Vinnueftirlitinu og öðrum stofnunum ríkisins vegna aðstæðna á Kvíabryggju. Starfsmennirnir hafa sjálfir unnið að hugmyndum til úrbóta og til eru teikningar af viðbyggingu til að bæta aðstöðu þeirra.

Ég vil því spyrja hæstv. dómsmálaráðherra: Hvaða áform eru til staðar í ráðuneytinu er varða úrbætur á fangelsinu á Kvíabryggju?

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comentarios


bottom of page