top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Innlend matvælaframleiðsla



Hæstv. forseti. Mig langar til að nýta þær tvær mínútur sem ég hef hér til að ræða innlenda matvælaframleiðslu, þá sérstaklega garðyrkju og grænmetisrækt. Hér á landi höfum við gríðarleg tækifæri sem felast í því að við getum ræktað nægilega mikinn mat fyrir okkur sjálf en við eigum þó ansi langt í land með það. Við flytjum inn mjög mikið magn af matvöru hingað til lands, matvöru sem oft væri hægt að framleiða hér á landi. Við erum með tollasamninga við mörg lönd til að jafna stöðuna hér innan lands og við höfum upprunamerkingar á matvöru en því miður er hún oft mjög takmörkuð. Það eru dæmi um að matvara sé framleidd í einu landi og flutt til annars lands og unnin þar og er þá merkt því landi sem hún er unnin í. Við getum gert mun betur í upprunamerkingu því að neytandinn á rétt á því að vita hvað hann er að kaupa og margir íslenskir bændur og framleiðendur hafa verið að standa sig mjög vel í þeim efnum. Hér á landi er mjög mikið keypt af erlendu grænmeti og þar af leiðandi er oft erfitt að koma innlendri matvöru á markað. Þetta hefur orðið til þess að innlendri matvöru hefur oft verið hent því að hún hefur skemmst á meðan hún er í geymslu. Íslenska matvaran kemst nefnilega ekki inn á markaðinn vegna þess að það er til svo gríðarlegt magn af erlendri matvöru. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Við þurfum kannski að skoða það líka að menningin hér á landi sem hefur skapast er að við sem neytendur ætlumst til þess að geta keypt allar vörur allan ársins hring, óháð því hvort það sé uppskerutímabil matvörunnar eða ekki. Við getum gert betur.

2 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

コメント


bottom of page