top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða



Það er okkur öllum ljóst að matvæli skipta okkur miklu máli því að án matvæla þá væru ekki samfélög. Við lifum í mjög skamman tíma án matvæla og þessi tillaga snýr að því að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem væri hægt að framleiða hér á landi til að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu hverju sinni.

Það er nú þannig að neyðarástand kemur oftast með mjög skömmum fyrirvara. Covid-faraldurinn er mjög gott dæmi um það og það koma upp átök og eru í gangi átök í heiminum sem geta skapað vandræði hér á landi. Þau vandræði snúa að miklu leyti að innflutningi hingað til landsins, því að þótt það sé draumur minn að hægt væri að framleiða öll matvæli hérlendis þá veit ég að það er enn fjarlægur draumur. Hér á landi er gríðarlegt magn matvæla flutt inn og það getur raunverulega gerst að innflutningur stöðvist. Það er ólíklegt en það getur gerst og þá vegna neyðarástands. Og hvar stöndum við þá? Því að samkvæmt þeirri skýrslu, sem er talað um í þessari þingsályktunartillögu og kom fram í ræðu hv. þm. Þórarins Inga Péturssonar áðan, þá erum við illa stödd þegar kemur að neyðarbirgðum landsins.

Þessi skýrsla tók á ýmsum hlutum og matvæli voru bara einn kafli í henni. Það er alveg ljóst að við þurfum að tryggja fæðuöryggi hér á landi. Við þurfum að gæta að því að við séum með næg matvæli hér á landi ef upp kemur neyðarástand og það að við getum framleitt nóg fyrir okkur, ekki bara að það sé nóg í landinu heldur að við getum framleitt það sjálf.

Það kom fram hér áðan að það er margt sem þarf að líta til ef það á að tryggja það að við getum framleitt nóg. Hér var nefnt eldsneyti, dýralyf og áburður. Þetta eru allt hlutir sem þurfa að vera til staðar ef við eigum að geta framleitt matvæli fyrir okkur hér á landi. Við erum á norðurhveli jarðar, það er erfitt að búa til matvæli hérna þannig að þess vegna þarf að líta í mörg horn. Innflutningur til landsins getur stöðvast vegna aðstæðna sem við ráðum ekki við. Þess vegna er þessi þingsályktunartillaga mikilvæg og ég vona að hún hljóti framgang hér á þinginu.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Kommentare


bottom of page