top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Framtíðarskipan skólaþjónustu




Mikilvægi skólakerfisins fyrir okkar samfélag er óumdeilt. Öflugt menntakerfi er forsenda framfara samfélagsins og okkur ber að veita bestu skólaþjónustu og menntun sem völ er á. Skólakerfið er mikilvægur þáttur í félagslegum og persónulegum þroska hvers einstaklings og á að veita börnum og ungmennum tækifæri til að læra hagnýtan fróðleik og eflast.

Ríkisstjórnin, með hæstv. mennta- og barnamálaráðherra Ásmund Einar Daðason í fararbroddi, hefur lagt mikla áherslu á menntamál þjóðarinnar, þá sérstaklega á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnin eru fjölmörg en eitt þeirra er að mynda framtíðarsýn skólamála í samræmi við hraða þróun samfélagsins. Nýjar áherslur og þarfir kalla á breytt kerfi en með stofnun varnarmálaráðuneytisins boðaði ríkisstjórnin skýra stefnu í málefnum barna. Leiðarljós stefnunnar er að stjórnvöld styðji við alla þætti sem varða frekari farsæld barna. Þar leikur menntun að sjálfsögðu lykilhlutverk.

Talsverð vinna er hafin hvað varðar stefnumótun og endurskipulagningu verkefna í málaflokknum en hæstv. mennta- og barnamálaráðherra hefur tamið sér að halda spilunum ekki of þétt að sér heldur leita samráðs við alla þá aðila sem koma að málefnum barna. Því var ákaflega ánægjulegt að sjá hversu vel tókst að halda samráðsfund um framtíðarskipan skólaþjónustu í Hörpu í gær. Grunnstef fundarins voru myndun heildstæðrar og þverfaglegrar skólaþjónustu í þágu allra barna og áætluð næstu skref við að móta framtíðarskipan skólaþjónustu.

Forseti. Í svo mikilvægum málaflokki er nauðsynlegt að hafa skýra framtíðarsýn sem byggir á þverfaglegu samráði. Við eigum svo margt öflugt fólk sem vinnur á þessu sviði og hefur talsvert til málanna að leggja ef það fær tækifæri til. Með öflugu samráði er því veitt það tækifæri, kennurum, stjórnendum og öðrum starfsmönnum skólakerfinu til hagsbóta og síðast en ekki síst börnunum okkar.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comments


bottom of page