Hæstv. forseti. Fjarvinna, fjarnám, fjarlækningar, fjarfundir. Við höfum lært það síðustu ár að við höfum mun meiri tækifæri til að taka þátt í samfélaginu en við gerðum okkur grein fyrir áður. Heimsfaraldur og tækniþróun hafa t.d. leitt til þess að fólk getur tekið mun meiri þátt í samfélaginu þrátt fyrir að vera t.d. veðurteppt, heima með veik börn eða vegna annars sem getur komið upp á. Við getum tekið þátt í gegnum netið. Það hefur gefið fólki færi á því að skipuleggja sína dagskrá mun betur og á sínum forsendum. Við hér höfum gefið nefndum tækifæri á því að tala við nefndameðlimi og gesti í gegnum fjarfundabúnað. Því hafa einstaklingar ekki þurft að ferðast langar leiðir, stundum landshorna á milli, til að kynna umsagnir sínar og svara fyrirspurnum þingmanna. Þetta hefur einnig skipt máli fyrir okkur sem búum fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Háskólar fóru t.d. að gera fyrirlestra aðgengilega á netinu, sem áður voru almennt óaðgengilegir þeim sem ekki komust inn í kennslustofuna af ýmsum ástæðum. Aukið fjarnám varð til þess að margir skráðu sig í nám sem áður áttu ekki möguleika á því vegna fjarlægðar. Ég tel þetta vera jákvæða þróun en við þurfum að gæta að því að það komi ekki bakslag. Þessir hlutir skipta máli. Við setjum ekki allt samfélagið í fjarfundabúnað en tæknin þarf að standa þeim til boða sem þess þurfa og vilja nýta sér tæknina og við hjálpum til við uppbyggingu á sviðinu. Gætum okkar á því að fara ekki aftur á bak í þróuninni og tökum þátt í framtíðinni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)
top of page
Þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Search
Recent Posts
See AllFyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands. 1. Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...
00
Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju. Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...
00
Á þessu kjörtímabili hafa verið stigin stór skref sem styrkja sérstaklega heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Má þar nefna...
1
bottom of page
Comments