top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Fjölþáttaógnir og netöryggismál

Updated: Nov 11


Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka málshefjanda fyrir þessa umræðu. Ég vil nýta tíma minn hér til að vekja athygli á þróun gervigreindar og áhrifum hennar á öryggi fólks. Marga kosti og aukin lífsgæði má finna með tilkomu og framþróun gervigreindar en eins og með allt annað þarf að stíga varlega til jarðar og nýta hana rétt. Með frekari tækni og netnotkun fólks safnast saman upplýsingar um hegðun þeirra og persónulegt líf. Langflestir hafa veitt einkaaðilum leyfi til gagnaöflunar án þess að átta sig á þýðingu þess. Með símum, tölvum og tölvuúrum er reiknað út hversu mikið við hreyfum okkur, samgöngunotkun okkar, við hverja við tölum, hvernig við eyðum tíma okkar mest og hvar og hver áhugamál okkar eru. Þetta er ekki tæmandi listi. Þessar upplýsingar eru mataður í gervigreind sem er jafnvel líklegri til að spá fyrir um hegðun okkar en við sjálf. Þessar upplýsingar ganga síðan kaupum og sölum hjá einkaaðilum og eru nýttar almennt til markaðssetningar.

Hæstv. forseti. Þetta er spurning um traust og þetta er spurning um upplýsingagjöf og samtal um öryggi fólks, fyrirtækja og stjórnvalda í hinum stafræna heimi. Það þarf lítið til til að sníða sér upplýsingar á þann hátt að hægt sé að nýta þær í annarlegum tilgangi. Dreifing falsfrétta og nýting myndefnis til hótana er orðið algengt vandamál og í dag þarf engan sérfræðing lengur til að búa til myndefni þar sem hægt er að láta fólk líta út fyrir að segja hluti sem það hefur aldrei sagt. Einnig er svindlstarfsemi í stöðugri þróun eins og við sjáum oft í fréttum. Þessi tækni mun að sjálfsögðu halda áfram að þróast. Það er áhyggjuefni, bæði gagnvart öryggi þjóða og öryggi einstaklinga.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comments


bottom of page