Ég flutti nefndarálit um frumvarp um áframhaldandi stuðning við einkarekna fjölmiðla. Hér má sjá hluta ræðunnar:
,,Fjölmiðlar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lýðræðissamfélögum. Síðastliðin ár hafa íslenskir fjölmiðlar þurft að mæta ýmiss konar áskorunum og stöðu þeirra hefur hrakað. Fjölmiðlar veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald og borgurum upplýsingar. Meiri hluti hv. allsherjar- og menntamálanefndar leggur það til að horft verði til þess að núverandi fyrirkomulag sé einungis til bráðabirgða þó að því fylgi ýmsir kostir. En það að þessi tillaga sé lögð fram þýðir ekki að við séum að leggja til að hætta að styrkja fjölmiðla. Fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðisins og það er mjög mikilvægt að við höldum því til haga og gætum að því að hér séu fjölmiðlar sem geti sinnt sínu hlutverki."
Comentarios