top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: Bólusetningar



Nú í hádegisfréttunum kom fram að 23 hefðu nýlega greinst með kíghósta hér á landi en að smitin væru líklega fleiri. Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking og fyrir henni hefur verið bólusett í marga áratugi. Kíghósti er sérstaklega hættulegur fyrir ung börn, fólk með veikt ónæmiskerfi og barnshafandi. Bólusetningin kemur ekki í veg fyrir smit en hún kemur í veg fyrir alvarleg veikindi sem geta fylgt sjúkdómum. Vegna bólusetningar hefur dánartíðni vegna kíghósta minnkað verulega en sjúkdómurinn er samt sérstaklega hættulegur börnum yngri en sex mánaða. Það er hins vegar þannig að bólusetningin endist einungis í tæplega tíu ár og því þurfa fullorðnir einstaklingar að fá nýja bólusetningu.

Annar sjúkdómur, mislingar, var nær horfinn hér á landi en nú í febrúar var ákveðið að ráðast í bólusetningarátak til að sporna gegn hópsýkingu mislinga hér á landi því að upp komu mörg tilvik í byrjun árs. Ástæðan fyrir þeim fjölda tilvika er sú að færri eru að láta bólusetja sig. Það þykir mér vera þróun sem vert er að hafa áhyggjur af. Bólusetningar hafa skipt gríðarlega miklu máli við að tryggja öryggi okkar. Sjúkdómum hefur verið útrýmt vegna bólusetninga, til að mynda bólusótt. Það eru þó margir sem af einhverjum ástæðum geta ekki fengið bólusetningu, t.d. vegna undirliggjandi sjúkdóma, en þeir þurfa að treysta á að aðrir fari í bólusetningu til að koma í veg fyrir dreifingu sjúkdóma. Þess vegna er mikilvægt að fólk fari inn á Heilsuveru og skoði hver staðan er á bólusetningum hjá sér og hvort þörf sé á að fara í bólusetningu. Það er mikilvægt fyrir öryggi okkar allra að alvarlegir sjúkdómar fái ekki að skjóta rótum hér á landi.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comments


bottom of page