top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Ræða: 8 milljarða manna

Updated: Nov 11



Hæstv. forseti. Það er stór stund í lífi foreldra að eignast barn. Sjálf hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að ég á tvö börn, stúlku og dreng. En nú í nótt fæddist barn í Dóminíska lýðveldinu. Það barn hefur verið valið að þarlendum yfirvöldum til að vera það barn sem markar þann áfanga að mannkynið telur nú 8 milljarða manna. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði af því tilefni, með leyfi forseta:

„Áfanginn er tilefni til að fagna fjölbreytileika og framþróun á sama tíma og við veltum fyrir okkur sameiginlegri ábyrgð mannkyns gagnvart plánetunni.“


Sameinuðu þjóðirnar telja að ástæðan fyrir fólksfjölguninni sé sú hversu vel okkur hefur tekist að bæta lífskjör fólks í heiminum. Framfarir hafa verið miklar í lýðheilsumálum, í læknisfræði, áhersla lögð á matvælaöryggi og bætt hreinlæti. Þessir hlutir gera fólki kleift að lifa lengur. Fæðingartíðni hefur einnig aukist í fátækustu ríkjum heims sem ýtir undir fólksfjölgun. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið saman átta punkta er varða þróun mannkyns sem stofnunin leggur áherslu á í tengslum við mannfjöldaaukningu. Hún áætlar að mannkyninu muni fjölga áfram en eftir 50 ár muni hægjast á því. Einnig telja Sameinuðu þjóðirnar að við munum eignast færri börn í framtíðinni, lifa lengur, flytja meira og við verðum eldri. Áhrif heimsfaraldra hafa langvarandi áhrif og fólksfjöldabreytingar verða misjafnar eftir heimssvæðum vegna þessara breytinga. Í dag urðum við 8 milljarðar. Á hverri sekúndu fæðast fjögur til fimm börn í heiminum. Við berum öll ábyrgð á því að taka vel á móti þeim sem á eftir okkur koma og byggja þeim betra samfélag.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Comments


bottom of page