top of page
Search
  • Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Menntamálaráðherrann sem gat


Nú þegar líða fer að lokum á krefjandi kjörtímabili er gott að horfa yfir farinn veg og meta árangurinn.

Sá málaflokkur sem tekið hefur hvað mestu framförum á kjörtímabilinu heyrir undir Lilju Alfreðsdóttir, mennta og- menningarmálaráðherra. Risastór framfaramál fyrir íslenskt samfélag hafa náð fram að ganga undir hennar forystu.


Lánakerfi námsmanna hefur verið viðfangsefni stjórnmálanna frá stofnun Lánasjóðsins 1961. Undanfarna áratugi hafa ráðherrar menntamála talað fyrir breytingum á kerfinu sem var úr sér gengið en ekki haft árangur sem erfiði, þar til núna.


Lilja Alfreðsdóttir tók af skarið strax við upphaf kjörtímabilsins og skipaði verkefnahóp um endurskoðun laga um lánakerfi námsmanna. Þar var vandað til verka, samtalið við stúdenta var virkt og það var hlustað. Afrakstur þeirrar vinnu er eitthvað mesta framfaramál íslenskra námsmanna frá stofnun Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Menntasjóður Námsmanna er fæddur og hefur tekið við af LÍN.

Þessi breyting er umbylting kerfisins í heild sinni og felur í sér grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi námslána til framtíðar.


Helstu umbætur kerfisins fela í sér:

  • Nemendur sem ljúka námi innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns þeirra ásamt verðbótum.

  • Beinn styrkur vegna framfærslu barna nemenda í stað barnalána, einnig fyrir meðlagsgreiðendur. Ísland er eitt Norðurlanda sem veitir nemendum styrki vegna meðlagsgreiðslna.

  • Námsstyrkirnir eru undanþegnir lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Einnig var ábyrgðarmannakerfi LÍN afnumið, útgreiðsla og afborganir eru nú mánaðarlegar og aukið val, því nú er hægt að velja um verðtryggt eða óverðtryggt skuldabréf við námslok. Með öðrum orðum, frábært mál í alla staði!


Með fram þessum breytingum hefur Lilja farið í nauðsynlegar hækkanir á framfærslunni og hækkað hana um 18% en þar má enn gera betur inn í framtíðina.


Þetta eru umfangsmestu umbætur námsmanna í áratugi og stuðla að auknu jafnrétti til náms óháð efnahag. Það bætir hag námsmanna á meðan á námi stendur en sérílagi að námi loknu.


Fyrir samfélagið skilar þetta námsmönnum fyrr út í atvinnulífið með jákvæðum áhrifum á hagkerfið.


Fyrir mig sem námsmann skiptir þetta miklu máli og þakka ég fyrir að Lilja Alfreðsdóttir hafi haft kjark og dug til að klára málið með þeim hætti sem hún gerði. Takk fyrir mig.

1 view0 comments

Opmerkingen


Post: Blog2_Post
bottom of page