top of page
Search
Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Fyrirspurn: Varnarlínur sauðfjársjúkdóma


Fyrirspurn


til matvælaráðherra um varnarlínur sauðfjársjúkdóma.Frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.


    1.    Hvaða varnarlínum sauðfjársjúkdóma hefur ráðherra ákveðið að skuli viðhalda, sbr. 12. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr.25/1993, og hvernig flokkast þær í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur?


    2.    Hver hefur kostnaður verið við viðhald varnarlína á landinu á árunum 2018–2022? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum og árum.


    3.    Hversu margir línubrjótar voru skráðir árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum.


    4.    Hver er áætlaður kostnaður vegna fyrirhugaðs viðhalds varnarlína á yfirstandandi ári? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum.


    5.    Hyggst ráðherra grípa til einhverra sérstakra aðgerða varðandi viðhald eða endurnýjun varnarlína milli Miðfjarðarhólfs og aðliggjandi varnarhólfa á yfirstandandi ári?



1 view0 comments

Recent Posts

See All

Fyrirspurn: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.     1.    Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð...

Fyrirspurn: Kvíabryggja

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um Kvíabryggju.     Hyggst ráðherra ráðast í aðgerðir til að bæta aðstæður á Kvíabryggju, t.d. með...

Komentáre


bottom of page