Fyrirspurn til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um uppbyggingu fjarskipta í dreifbýli.
1. Á hvaða svæðum hafa verið byggðir upp farsímasendar á grundvelli samnings um samstarf farnetsfyrirtækja og Neyðarlínunnar um gagnkvæmt reiki og samþykki fyrir samnýtingu tíðna við að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi?
2. Á hvaða svæðum er áætlað að byggja upp farsímasenda á grundvelli fyrrnefnds samnings?
3. Munu farsímafyrirtæki og Neyðarlínan einungis horfa til uppbyggingar á farsímasendum á svæðum sem eru afskekkt og fáfarin eða verður einnig horft til lögheimila sem ekki eru á afskekktum og fáförnum svæðum, en búa þó við lélegt eða ekkert símasamband?
Commenti