Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
1. Hversu margir íbúar voru skráðir á hverja heilsugæslustöð hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands 1. september síðastliðinn?
2. Hversu mörg stöðugildi voru í hverri heilbrigðisstétt hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands 1. september síðastliðinn?
3. Hver ber ábyrgð á húsnæðismálum heilsugæslustöðva hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands?
4. Hvaða úrbætur og framkvæmdir á húsnæði eru áætlaðar næstu fimm ár hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands?
5. Var mæðravernd, ungbarnavernd og heimahjúkrun í boði á öllum þjónustusvæðum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 1. september síðastliðinn?
Svar óskast sundurliðað eftir hverri heilsugæslustöð.
Komentar