Fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra um alþjóðlega skóla og fjölda barna í þeim.
1. Hvaða alþjóðlegu skólar eða skóladeildir starfa á grunn- og framhaldsskólastigi?
2. Hve mörg börn hafa stundað nám í alþjóðlegum skólum eða skóladeildum síðastliðin tíu ár? Óskað er sundurliðunar eftir hverju ári fyrir sig.
3. Hve mörg börn hafa verið á biðlista eftir námi í alþjóðlegum skólum eða skóladeildum síðastliðin tíu ár? Óskað er sundurliðunar eftir hverju ári fyrir sig.
Comments