Fyrirspurn til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um ívilnanir hjá Menntasjóði námsmanna.
1. Hyggst ráðherra auglýsa sérstaka tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána fyrir áramót vegna tiltekinna námsgreina á grundvelli 27. gr. laga um Menntasjóð námsmanna, nr.60/2020?
2. Hversu margar umsóknir höfðu borist 1. júní 2023 á grundvelli 27. gr. laga nr.60/2020?
3. Hversu margar umsóknir höfðu borist sama dag á grundvelli 28. gr. laganna þar sem kveðið er á um sérstaka ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega sem búsettir eru á sérstökum svæðum?
Comments