top of page
Search
  • Writer's pictureLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Framboðstilkynning

Ég heiti Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021.


Síðan ég var í grunnskóla hef ég haft gaman af stjórnmálum. Ég hóf að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins á meðan ég var í menntaskóla og er í dag varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi og hef verið formaður Sambands ungra Framsóknarmanna síðan 2018. Ég vil berjast fyrir hugsjónum mínum og vinna að því að bæta líf fólks - sama hvort að það viðkomi búsetu, menntun, kyni eða öðru.


Þau mál sem brenna helst á mér er jafnt aðgengi að námi, tækifæri fólks til atvinnu alls staðar á landinu og umhverfismál. Ég hef verið ötull talsmaður fjarnáms og starfa án staðsetningar. Ég vil að börn og ungmenni hafi öruggt aðgengi að íþróttum, tómstundum og félagsstörfum og að börn eigi möguleika á leikskólavist frá 1 árs aldri. Við eigum einnig að halda áfram að styðja við námsmenn og gefa þeim tækifæri á að sækja sér nám á sínum forsendum.


Þegar ég lít á stóru myndina þá vil ég að landið sé sem sjálfbærast. Við eigum að gera eins mikið og við getum til þess að vera með næga matvælaframleiðslu innanlands sem er einnig í hæsta gæðaflokki. Við ættum að stefna á að farartæki séu búin þeim búnaði að hægt sé að nýta íslenskt eldsneyti, eins og repju, rafmagn eða metan, og þar af leiðandi taka stórt skref í umhverfismálum.


Ég hef innilegan áhuga á að taka þátt í stjórnmálum og ég vil bjóða fram krafta mína til þess að bæta samfélag okkar næstu árin.


Ég er fædd 1996, stunda námi við Háskóla Íslands og er búsett í

Bakkakoti í Borgarbyggð ásamt fjölskyldu minni. Unnusti minn er Ólafur Daði

Birgisson og saman eigum við tvö börn. Ég hefur verið formaður Sambands ungra

Framsóknarmanna (SUF) síðan 2018 og er varaþingmaður Framsóknarflokksins í

Norðvesturkjördæmi.


Frekari upplýsingar um mig og framboð mitt má finna á liljarannveig.is




68 views0 comments

Comentários


Os comentários foram desativados.
Post: Blog2_Post
bottom of page